Monday, November 25, 2013

Helgin í hnotskurn


Mikil eðlisfræðigleði þessa helgi, með tilheyrandi skapsveiflum og skemmtilegheitum.  En þessi helgi var nú samt ágæt í suma staði.  Byrjaði föstudaginn megafersk, rauður varalitur og allt, fór á The Hunger Games. Mér finnst samt alltaf pínu svekkjandi að hafa lesið bækurnar og vita hvernig myndirnar sem gerðar eru eftir þeim enda, enn þetta er samt svo gaman.  En mér fannst hún rosalega góð og skemmti mér mjög vel, það var auðvitað troðið í Laugarásbíó en sem betur fer náðum við góðum sætum.








En annars er helgin búin að vera samansafn af lærdómi, mandarínuáti og örlitlu nammi. Einnig, mér til mikillar gleði, fann ég seríuna sem ég var búin að gera dauðaleit að niðri í geymslu í náttborðskúffunni minni af öllum stöðum og get því bætt fleiri seríum inn í líf mitt.  
  


Friday, November 22, 2013

Bökun á miðnætti

Nú þegar prófin eru á næsta leiti tekur maður upp á ýmsum hlutum.  Það það sem ég geri er að baka, á hvaða tíma dags sem er.

Ég fór inn á síðuna hennar Evu Laufeyjar Kjarans, sem hægt er að finna hér, og fann þessa svaka girnilegu uppskrift af súkkulaðibitakökum, með bæði hvítu og dökku súkkulaði.  Ég var auðvitað seld þegar ég las bæði hvítt og dökkt súkkulaði og þaut út í 10-11 til að kaupa svoleiðis og byrjaði strax.


Hráefnin


Finnst svo gott að fylla íbúðina af bökunarilmi, það er svo heimilislegt.

En hérna er uppskriftin:


220 g hveiti
200 g smjör
2 egg
100 g haframjöl 
150 g sykur
100 g púðursykur
150 g dökkt súkkulaði
100 g hvítt súkkulaði
2 tsk vanilla extract (eða vanilludropar)
1 tsk matarsódi




Maður byrjar á því að þeyta saman sykur og smjör, þar sem að ég á ekki hrærivél notaði ég töfrasprota sem virkaði ágætlega, og skellti svo eggjunum útí einu í einu. 



Næst fara öll þurrefnin útí





og svo allt súkkulaðið.





Svo girnilegt

Öllu er svo skellt í ofnin í 10-12 mín.





Ég náði að bíða þangað til að kökurnar voru aðeins búnar kólna áður en ég réðst á þær.  Bragðast hrikalega vel með ísskaldri mjólk. Eftir þetta get ég örugglega byrjað að læra eins og vindurinn...















Thursday, November 21, 2013

Jólakraut gleður


Nú þegar það er svona dimmt og kósý er um að gera að byrja að skreyta og gleðja augað. Betri helmingurinn samþykkti loksins að ég fengi að henda upp eins og einni seríu í gluggann og pínu skrauti.

Orðið pínu jólalegt hér á bæ


Mamma og pabbi komu líka í heimsókn með meira jólaskraut og jólarós frá Ömmu ásamt þessum yndislegu bleiku ullarsokkum.

Hef varla farið úr þessum



Auðvitað var skrautinu strax hent upp, veit reyndar ekki hversu lengi þetta blóm mun lifa... Ég stefni reyndar á það í nánustu framtíð að koma við í Rúmfó og splæsa í eins og eina eða tvær seríur til að lífga enn meira upp á tilveruna.
Jólarósin 
Krúttaður 


En dagurinn í dag einkenndist af ótrúlegum ferskleika þar sem ég mætti í gallabuxum og skartgripi í skólann. Gerist ekki oft, yfirleitt verða joggingbuxur og kósý hetturpeysa fyrir valinu en ég vaknaði í óvenjugóðu skapi.

Þarna sést glitta í hálsmenið


Tuesday, November 19, 2013

Þriðjudagur til leti og kaupa...

Ég hef lengi gengið með þá hugmynd í maganum að búa til svona bloggsíðu sem fjallar smá um mitt daglega líf, tísku og kannski förðun.  Eftir að hafa talað við nokkra um þetta og þá sérstaklega betri helminginn sem hvatti mig eindregið til að gera þetta ákvað ég að prufa.

Í þessum töluðu er ég að horfa á Harry Potter. En dagurinn í dag einkenndist af almennri leti, en henti nú eins og í ein heimadæmi í tölvunarfræði sem var nú ágætt.

Málaði mig líka svona fínt, ég er að prufa mig áfram í að gera smokey í öðrum litum en bara svörtum eða brúnum.  Mér fannst þetta nú bara takast ágætlega, reyndar eru gæðin á myndinni ekki alveg að gera sig.


Blátt og létt smokey


Einnig keypti ég mér þetta fína hálsmen frá Shop K, er megasátt og þetta var líka á svo góðu verði.


Svo fallegt

En þetta er líklegast seinasti þriðjudagur til leti og kaupa þangað til um miðjan desember prófageðveikin að skella á með tilheyrandi nóakropps-mandarínu og subway áti og lærdómi auðvitað.