Friday, December 13, 2013

Hamingjugubb

Seinasta prófið var í dag, þvílík og önnur eins hamingja.  Kom útúr prófinu á slaginu tólf og fann bara hvað ég léttist þegar stressið fór.  Svo er ég í nokkuð geggjuðu nemandafélagi sem beið eftir okkur fyrir utan stofurnar á háskólatorgi með bjór.  Góð hefð það, að fá sér alltaf bjór eftir seinasta háskólaprófið...

En eitthvað var þó eftir af prófageðveikinni því ég fór í klippingu sem er ekki frásögu færandi nema það að ég klippti það stutt. Aldrei bjóst ég við að þessi dagur myndi koma þegar ég var yngri mátti varla anda á hárið á mér, ég var svo mikið að safna.



Fékk mér svona "bob" klippingu, heitir þetta víst. Var drulluhrædd í stólnum þegar klippikonan byrjaði og leist ekkert á blikuna fyrst og var örugglega á svipinn eins og konan væri að snoða mig og taka eyrun með. En rosalega var ég sátt þegar þetta var búið.  Kom meira að segja miklu betur út en ég hafði ímyndað mér.

Annars stefni ég á að setja þreytuna til hliðar í kvöld og bregða undir mig betri fætinum og skella mér á smá próflokadjamm. 

Wednesday, December 11, 2013

prófaprófaprófajól...

Þá er það bara síðasta prófið eftir, um hádegið á föstudaginn verð ég komin í jólafrí.  En seinastliðnu dagar eru búnir að einkennast af of miklum lærdómi, of miklu mandarínuáti, of miklu subwayáti og mikilli pínu mikilli bugun. 

Svona er útsýnið búið að vera seinustu daga, verður ekki fallegra
Hint: carrots are roots.

Einn kennari upp í skóla að vera mjöög fyndin. Veit ekki hvort að ég ætti að hafa áhyggjur af húmornum mínum eftir þessa prófatörn. 

Youtube byrjað að hafa  áhyggjur af mér í prófunum,
En þar sem ég fór ekki í próf fyrr en kl hálf tvö um daginn ákvað ég að smella á mig maskara og vera almennt frekar fersk. 




Veðrið ákvað líka að gleðja mig pínu og það jólansjóaði í dag. 







En gleðifréttir, mín fékk miða á forsýningu á Hobbitann, var reyndar ekki ein af þeim sem biðu fyrir utan Nexus heldur pantaði ég bara á netinu.  Þetta gerði vikuna mína, var byrjuð að halda að ég kæmist ekki á hana fyrr en á nýárinu.


 En það styttist í heimferð og ég hlakka svo til að koma heim og hafa það náðugt. Læt eina gamla af jólatrénu í hitt í fyrra fylgja.


Wednesday, December 4, 2013

Hitt og þetta


Hin almenni námsmaður er að öllum líkindum núna að farast úr prófljótu, bugun og öðrum andlegum og líkamlegum kvillum.   

Þessi lopapeysa frá ömmu er best


En ég verð að viðurkenna það að maður lærir að meta litlu hlutina í lífinu þegar maður er upp í skóla frá 8 á morgnanna til 11 á kvöldin... Eins og að finna tíma til að fara í sturtu, eiga hrein föt, mála sig og hafa heimatilbúin mat er svona efst og svo nátturulega svefninn.  Annars er mér búið að takast að hafa svefnrútínuna nokkuð óskerta, eða svona næstum.  En ég verð að segja að það sem er nauðsynlegt í prófalærdómnum er kókómjólk, ég hef lifað á þessu síðan ég byrjaði í fyrsta bekk í grunnskóla.  Maður fær sko kraft úr kókómjólk, og ekki skemma þessar jólaumbúðir fyrir þær gleðja augað. 

Nauðsynlegur félagi í prófalærdómi


  Nú eru 2/5 prófum búin og næsta ekki fyrr en næsta mánudag þannig í dag var aðeins slakað á, kíkt á jóladótið í Ikea og tók smá forskot á sæluna og keypti mér hangikjöt og jólaöl, svaka gott.