Thursday, August 28, 2014

Draumur í krukku

Ég er svolítið sein að uppgötva kókósolíuna, sem er búin að tröllríða matarmenningunni á Íslandi.  En það sem ég hef líka tekið eftir er að sumir nota hana til að þrífa af sér snyrtivörur.  




Ég hef stundum notað barnaolíu til að þrífa af mér augnfarða eða Enjo-púða (þeir eru algjör snilld fjalla um þá seinna) en ég hafði ekki fundið góða vöru til að þrífa af mér varaliti.  Ég vil ekki nota þvottapoka því það festist svo mikið í þeim.  Þannig í staðinn læt ég heit vatn renna á bómul og dýfi honum svo ofan í kókosolíuna og nudda, þetta verður pínu subbulegt, svo tek ég bara rakan bómul og þurrka restina af. 

 Það verður engin afgangur eftir þótt þú hafir verið með þurrar varir undir litnum sem er algjör snilld og þetta skilur varirnar eftir silkimjúkar og fínar.  Ég geri þetta líka við augun og þetta virkar svo vel og mér líður svo mjúk í kringum augnsvæðið eftir þetta.