Wednesday, March 26, 2014

Kósýdagur

Um daginn ákvað ég að taka mér góða pásu og læra heima í staðinn fyrir að vera upp í skóla. Hafði verið þar marga daga í röð í langan tíma og var komin með pínu ógeð.
 Ég hafði keypt mér tímaritið Nýtt Líf þar sem var viðtal við Kate Hudson, varð reyndar fyrir pínu vonbrigðum hvað það var stutt og virkaði ópersónulegt. En blaðið fylgdi með tímaritinu Hús og Híbýli, ég hafði nú ekki miklar væntingar til þess, en ég hafði rangt fyrir mér.  Blaðið var eiginlega bara sett upp af viðtölum við fólk um heimilið þeirra þar sem það sýndi hluti sem því þótti vænt um eða höfðu einhverja merkingu fyrir þeim og mér fannst rosa gaman að lesa það. 


Þegar pásan mín var búin, ákvað ég að hafa örlítið meira kósý í kringum mig og kveikja á kertum.  Það gekk ágætlega að læra þó svo að ég hafði ekki jafnmikla einbeitingu og upp í skóla. 


En annars fór ég í bíó á 12 years a slave, ég bjóst við alveg ágætri mynd en ég sat eiginlega frosin allann tímann og drakk í mig myndina.  Rosalega átakanleg mynd en samt mjög góð. En bráðum fara prófin að detta í gang (vonandi), hlakka svo mikið til að fá sumar og sól og smá afslöppun.

Tuesday, March 11, 2014

Einn grænn og góður



Ég er rosalega ófrumleg þegar kemur að nestisgerð fyrir skólann þannig að yfirleitt enda ég á því að grípa með mér kókómjólk og epli.  En upp á síðkastið hef ég verið að gera smoothie sem er rosalega gott og ég bjó til svona líka rosalega góðan, að mínu mati minn besti hingað til, smoothie um daginn og ákvað að deila því hérna með ykkur. 

En í honum er:

1 epli (ég nota rautt)
Slatta af frosnu mangó
Þjár lúkur af spínati
Skvetta af ávaxtasafa (ég nota multivit sem fæst í Bónus)



Allt í blandara og svo kemur þessi rosa góði drykkur. Svo prufaði ég líka að setja engiferrót út í, það er mjög gott. Ég læt svona 2,5-3 cm af engiferrótinni, en mér finnst gott að hafa sterkt engiferbragð.