Thursday, May 8, 2014

These are the few of my favourite things


Ég var að hugsa um að koma með fastann lið í bloggið, ætla að reyna að hafa þetta einu sinni í viku eða svo, þar sem ég tel upp nokkra af uppáhalds hlutunum mínum þá viku. 

Í þessari viku eru það þrír hlutir sem standa uppúr og eiga það allir sameiginlegt að vera snyrtivörur:



Fyrst er  það vara frá make up store,  þetta er svokallaður "mudmask" eða leðjumaski.  Hann sér um að djúphreinsa húðina og mér finnst hann líka gera hana extra mjúka.  Ég ber svolítið þykkti lag á eftir sturtu þar sem ég skrúbba yfirleitt húðina rosa vel.  Það er fínt að horfa eins og á einn Friends þátt á meðan maskinn vinnur vinnuna sína og skola hann svo af með vatni.  Það stendur að maður eigi að nota hann 1-2 í viku en þar sem ég er mjög löt við að dekra svona við mig gerist þetta kannski svona 1-2 í mánuði hjá mér.  En mér líður alltaf jafnvel í húðinni eftir á. 




Þessi naglalakkaeyðir er guðsgjöf fyrir letingja eins og mig.  Eina sem ég þarf að gera er að stinga puttanum ofan í og snúa í 1-2 hringi og þá er naglalakkið farið af.  Það er reyndar aðeins meira mál að taka af naglalakk með glimmeri þá þarftu að nudda aðeins meira en það kemur af á endanum.  Helsti gallinn er samt að mér finnst neglurnar mínar verða einhvern veginn brothættar eftir að hafa notað þetta, reyndar hef ég sjaldan rekist á naglalakkaeyði sem gerir þetta ekki.  Þannig ég held að þetta sé frekar naglabyggingin mín frekar en naglalakkaeyðirinn.





Þetta er minn uppáhaldsgrunnur fyrir naglalökk og ég set hann yfirleitt alltaf á mig þó ég sé ekki að fara að setja á mig einhvern lit.  Mér finnst þetta í alvörunni virka, s.s. að þetta styrkir neglurnar mínar. Mér líður stundum illa í nöglunum þegar ég er búin að taka naglalakkið af, eins og þær séu þunnar og viðkvæmar.  Þetta naglalakk lagar það um leið. 




Tuesday, May 6, 2014

Sælir nú..

loksins, loksins, loksins eru prófin búin! eða svona næstum ég er ein af þessum sem þarf að taka upptökupróf en  ég get aðeins andað núna áður en ég dembi mér í þau.  En það sem er búið að standa uppúr í bloggleysinu mínu er eftirfarandi:

Afmæli! Ég átti afmæli, en ekki á alltof skemmtilegum tíma þegar maður er námsmaður.  15.apríl akkúrat þegar prófin eru að byrja og allir á fullu að læra og engin hefur tíma fyrir mann, sem er einstaklega slæmt fyrir svona afmælispervert eins og mig. 
 Ef þið hafið horft á New Girl þegar Jess átti afmæli, þá já ég hef óraunhæfar væntingar.  En þar sem sambýlismaðurinn lagði inn beiðni um að fá að dekra við mig daginn eftir afmælið mitt því hann var að skila verkefni á sjálfann afmælisdaginn þá ákvað ég að vera fullorðin og fara ekki í fýlu. Stórt skref fyrir Ernu. 
Það hjálpaði líka að ég fékk blóm og smá út að borða. Einnig tók vinkona mín málin í sínar hendur og kom með köku með kertum, þannig ég fékk að blása á kerti, blöðrur og við fórum í bíó saman.  
En daginn eftir fékk ég þess dýrindismáltíð og hvítvín með.  Hann kann að elda, drengurinn.


Ég er fylgjandi þeirri stefnu að láta mér líða eins vel og ég mögulega get fyrir próf. Sem sagt ef prófið er ekki fyrr en eftir hádegi, fer ég í langa sturtu, borða vel og það sem mig langar í (mjög mikilvægt). Annað mál ef prófið er klukkan 9, þá drattast ég frammúr um korter yfir 8 og gleypi í mig mat á meðan ég les glósur.
 Einn morguninn vaknaði ég líka með þetta þvílíka löngun í pönnukökur, þar sem amma mín gaf mér rosalega fínt pönnukökujárn í afmælisgjöf ákvað ég að prufa aðbúa til amerískar pönnukökur, jeremías hvað þetta var gott! suðusúkkulaði bráðnaði og svo drekkti ég þessu í hlynsírópi og skolaði niður með ískaldri nýmjólk, vása...
Uppskriftina má finna hér


Hérna er ég nýbúin að  hitta fjölskylduna á Hamborgarafabrikkunni, nýbúin í prófum, þannig stelpan ákvað að fara í gallabuxur og skyrtu og mála sig í fyrsta skipti í mánuð, skellti af sjálfsögðu í sparibros.  Skemmtilegt að láta fylgja að ég færði mig varla úr sófanum það sem eftir lifði dags.


En það styttist óðum í sumarfrí og Egilsstaði, er orðin mjög spennt fyrir því.