Saturday, March 7, 2015

Burstahreinsun vol.2

Ég hef breytt burstahreinsuninni minni aðeins síðan ég skrifaði um það seinast.  Ég keypti sótthreinsandi sápu í Sephora þegar ég fór til Boston seinasta haust og reyni núna að nota hana vikulega til að hreinsa burstana mína (reyni, geri það ekki alltaf).  Ef ég er samt að nota mjög dökka liti eða mikið glimmer og þarf að nota burstann fljótlega aftur þá dýfi ég honum bara í Make Up Store burstahreinsinn sem virkar líka fínt, en mér finnst Sephora-sápan miklu betri til að ná fram betri hreinsun. 

Þetta er sápan sem ég nota. 

Fyrst þegar ég byrjaði að nota þessa sápu þá lét ég bara smá doppu í lófann á mér og snéri burstanum í nokkra hringi og skolaði svo.  Það virkar alveg en mér fannst ég ekki ná nógu miklu úr burstanum án þess að láta meiri sápu og var lengi að nudda í lófann á mér. Þá fékk ég rúsínuputta og lófinn á mér varð svona asnalega mjúkur e-n veginn, veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta var ekki gott mjúkt.  Mamma keypti handa mér svona ofnhansa í Ikea um daginn þegar fjölskyldan kom í heimsókn úr þykku gúmmíi og með rákum í.  
Mér datt í hug að nota hann til að þrífa burstana eftir að ég sá auglýsingu frá Sigma um svona hanska til að þrífa burstana, sjá hér. Kannski ekki mjög geðslegt að nota ofnhanska en ég er nýbúin að fá hann og ég þreif hann vel áður en ég prufaði þetta.
 Vá! það virkaði svo vel. Rákirnar í honum ná eiginlega öllum óhreinindum úr og mjög stuttum tíma.  Ég geri nákvæmlega eins og þegar ég þríf burstana í lófanum nema núna er ég með ofnhanska. Ég hugsa að ég geri mér ferð í Ikea til að kaupa annan svona hanska bara til að nota fyrir burstahreinsanir. 
  

Þegar ég er svo búin að skola sápuna úr burstanum nota ég gamalt handklæði til að þurrka þá aðeins og svo legg ég þá á borð og læt hárin standa út fyrir borðbrúnina.  Þetta tekur ekkert langan tíma og það er miklu skemmtilegra að nota burstana þegar þeir eru svona hreinir. 


Sjáið hér hvað hvítu hárin á Real Techniques eru orðin hvít aftur, það var liðin mjög langur tími síðan ég þreif þá seinast.  Mjög gott líka að vera ekki í hvítum bol þegar maður þrífur burstana sína... það skvettist smá á mann. 

Wednesday, March 4, 2015

Grænmetissúpan góða

Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds grænmetissúpunni minni, sem ég geri svona einu sinni í viku.  Hún er búin til úr öllu grænmetinu í ísskápnum, sem hefur gleymst að nota og þess vegna er mjög mismunandi hvað ég set í hana.  En það eru nokkur nauðsynjarefni sem ég verð að eiga til að geta búið hana til.  Það er:

- Grænmetisteningar
-Saxaðir tómatar í dós (ég kaupi alltaf kryddaða)
-Chilli

Svo er rest bara það sem er til í ísskápnum að hverju sinni.  Í þessari súpu er:

- 1 rauð paprika
- 1 sæt kartafla
- 1 blómkálshaus
- 1 rauður laukur
- 5 gulrætur

Byrjum á því að saxa allt sem við ætlum að steikja.  Hér yrði það paprikan, laukurinn, chillí-ið og gulræturnar



Þetta eru tómatarnir sem ég notaði núna. 


Svo þegar búið er að steikja slumpa ég svona 1,5 lítra af vatni og set ofan í.  Því næst læt ég 2 grænmetisteninga, og tómatana.  Læt þetta malla í svona 10-15 mín og bæti svo sætu kartöflunni við, skorin í teninga, læt það sjóða í svona 20 mín og þegar það eru um 5 mín eftir set ég blómkálið því það er svo fljótt að sjóða. Finnst líka rosalega gott að bæta við kínóa, ef ég á það til.  




Thursday, October 23, 2014

Snjór

Ég hoppaði hæð mína þegar ég vaknaði og sá að jörðin var hvít. Er búin að vera bíða eftir þessu í svona 2 vikur.  Finnst svo fallegt þegar jörðin er hvít og svo jólalegt, er mikilll jólapervert. 




Í tilefni þess að það var svona jólalegt úti og miðmisserisprófin loksins keypti ég mér fyrsta jólaöl vetrarins ásamt pippsúkkulaði og eyddi kvöldinu undir teppi í þáttagláp.  



Reyndar endist jólafílingur mjög stutt þar sem snjórinn fór daginn eftir, en hann kemur vonandi fljótt aftur. 



Friday, October 17, 2014

Öðruvísi hverdagsleiki

Eftir vinnu í sumar og svo Boston-ferð, sem var geggjuð, er maður loksins komin í hina venjulegu skóli, læra, borða, sofa rútínuna.  Er að reyna að bæta ræktinni í þessa rútínu og það endaði ekki betur en svo að ég svaf yfir mig í spinning og endaði þar með í "skammarkróknum" í Worldclass... Fékk tölvupóst um það og allt. Hef ekki þorað að skrá mig í tíma klukkan 6 síðan. 

En af innkaupum í Boston ferðinni.  Ég nældi mér í nokkra vel valda hluti þar, meðal annars þennan gullfallega Marc Jacobs varalit. Hann heitir Pretty Little og er gordjöss! Ég hef alltaf fílað dökka varaliti meira heldur en ljósa.  Aðallega því ég er svo hvít að ég verð ennþá hvítari ef ég er með litlausa varaliti. 


Hér er dýrðin.  Mér finnst hann svo flottur.  Hann er þekjandi en samt ekki svona mattur, það kemur meira svona mött glossáferð af honum sem ég þarf að venjast því ég hef eiginlega alltaf matta varaliti.  



Ég ákvað að hressa upp á hversdagsleikann þar sem hann hafði einkennst af kvefi og almennum slappleika, þið sjáið snýtirúlluna mína í bakrunni þarna, með því að kaupa mér bleikar bónusrósir. Þær hafa endst alveg ótrúlega lengi, svona miðað við að vera keyptar í andyrinu í Bónus.  En annars er nú ekkert að gerast annað en kennurum finnst ofboðslega gaman að hafa próf sem maður þarf nú að læra fyrir.  




Saturday, September 27, 2014

These are the few of my favorite things vol.2

Nokkrir hlutir sem mér finnst gott að nota eða eru í uppáhaldi. 


Orange turtleneck
Þessi gullfallega, hálfrúllukragapeysa sem ég keypti í H&M útí Boston.  Hún er svo mjúk og góð, enda er ull í henni.  Það þarf reyndar að handþvo hana, við sjáum til hvernig það gengur.  Ég er mjög löt að handþvo og yfirleitt enda þær flíkur í óhreina tauinu í margar vikur ef ekki mánuði.  En ég vona að það verði ekki með þessa því ég elska hana! 


Mac Strobe Liquid.


Þetta er örugglega ein uppáhalds undirbúningssnyrtivaran mín, ég bjó til orð um snyrtivöru, Ég nota þetta undir meikið.  Varan virkar þannig að hún gefur húðinni svo fallegan ljóma og maður verður allur frískari í framan.  Ef ég er að fara eitthvað fínt þá læt ég auka á kinnbeinin, beint fyrir ofan efri vörina, mitt ennið og beina línu á nefið.  Mér finnst þessi vara ómissandi þegar ég er að fara eitthvað fínt eða vakna grá og gugginn. 

Haute & Naughty Lashes.



Þetta er eini maskarinn sem ég hef keypt tvisar.  það sem ég elska við hann er tvöfalda greiðan.  Ég er með frekar löng neðri augnhár og þau eiga það til að klessast.  Þessi reddar því algjörlega því þegar ég set maskarann á neðri augnhárin dreg ég seinni greiðuna fram og þá er miklu minna á honum þannig augnhárin klessast ekki neitt.

   





Thursday, August 28, 2014

Draumur í krukku

Ég er svolítið sein að uppgötva kókósolíuna, sem er búin að tröllríða matarmenningunni á Íslandi.  En það sem ég hef líka tekið eftir er að sumir nota hana til að þrífa af sér snyrtivörur.  




Ég hef stundum notað barnaolíu til að þrífa af mér augnfarða eða Enjo-púða (þeir eru algjör snilld fjalla um þá seinna) en ég hafði ekki fundið góða vöru til að þrífa af mér varaliti.  Ég vil ekki nota þvottapoka því það festist svo mikið í þeim.  Þannig í staðinn læt ég heit vatn renna á bómul og dýfi honum svo ofan í kókosolíuna og nudda, þetta verður pínu subbulegt, svo tek ég bara rakan bómul og þurrka restina af. 

 Það verður engin afgangur eftir þótt þú hafir verið með þurrar varir undir litnum sem er algjör snilld og þetta skilur varirnar eftir silkimjúkar og fínar.  Ég geri þetta líka við augun og þetta virkar svo vel og mér líður svo mjúk í kringum augnsvæðið eftir þetta.

Friday, July 4, 2014

Langt síðan síðast

Það er sko langt síðan seinast.  Er að detta aftur í rútínu eftir að hafa komið mér fyrir heima á Egilsstöðum, taka restina af prófunum og byrja í nýrri vinnu.

Það sem á daga mína hefur drifið eru útskriftir í maí, ein á Egilsstöðum og ein í Reykjavík, góður matur og frábær félagsskapur.  Það er svo gott að hitta allar vinkonurnar hér fyrir austan eftir að hafa verið í Reykjavík allann veturinn.



Fékk mér einn svona kokteil í Reykjavík, hann heitir Strawberry Delight og fæst á Kaffi Paris.  Þetta er eins og að drekka jarðarberjanammi hann er svo góður.  Gæti reyndar trúað því að sumum myndi finnast hann of sætur en ekki sykursjúklingurinn ég, hann rann ljúflega niður. 



Fengum loksins ástæðu til að vera með svörtu húfurnar okkar saman.  Eina góða myndin sem ég náði af okkur þennan dag. En mér finnst svo gaman að láta upp þessa húfu á útskriftum. 



Vinstri myndin er þessi ótrúlega flotti Múmínálfa-pottur sem vinkona mín fékk í útskriftargjöf.  Ég elska hann! Við gerðum líka rosalega gott döðlugott, tók reyndar ekki mynd af því en uppskriftina má finna hér.



Seinasta myndin er af honum Snata krútt.  Þetta er annar af hundunum í sveitinni, það var svo rosalega gott veður í byrjun sumar að maður hefði getað búið út á palli, en ekki lengur það er bara hellidemba og algjört inni kósý veður. 
En þangað til næst...