Tuesday, February 18, 2014

Skrifborðshugleiðingar



Þar sem ég missti skrifborðið mitt hefur mig langað að fá mér nýtt, pent skrifborð undir súðina mína.  Ég hef verið að skoða ýmis lítil vinnurími og hef fundið margt svo fallegt. Þetta er aðeins brotabrot af því sem ég hef verið að skoða en þessar myndir stóðu upp úr. 



Ég elska hugmyndina um að hafa lítið glerherbergi, það eru nú heldur stórir draumar í bili en kannski einhvern daginn. 



Finnst þetta nokkuð kósý.



Stílhreint



Er pínu skotin í þessari litasamsetningu.


Gæti hugsað mér að læra þarna.










Ég veit ekki hvenær ég fer í þessar aðgerðir en það er rosalega gaman að láta sig dreyma þegar maður skoðar sig um á netinu.

Saturday, February 15, 2014

Valentínusardagur

Miðmisserisprófin byrjuðu í seinustu viku, við lítinn fögnuð, og halda áfram næstu þrjár vikur. Eitt próf á viku kemur sko skapinu í lag...

Eldhúsborðið nýtt vel


 En í gær var farið út að borða, ekki í tilefni Valentínusardags heldur bara af því að við kærustuparið langaði að tríta okkur. Ég er ekki mikill aðdáandi þessa dags eiginlega bara út af því að það er til konudagur og svo bóndadagur og mér finnst það einum degi of mikið að skella inn valentínusardeginum þarna líka.

 En við fórum á Rub 23 sem er klárlega uppáhalds, hérna í Reykjavík.  Ég fór rúllandi út eftir þriggja rétta máltíð og hitti svo annað kærustupar í spil og kokteila, rosa skemmtilegt kvöld. Kokteillinn sem ég fékk mér í for-forrétt (fékk mér kokteil og svo forrétt) var geggjaður.  Þó svo að ég held að ég hafi skemmt mörgum þegar ég byrjaði að veiða jarðaberin upp með höndunum, svo benti betri helmingurinn mér á að það væri kannski betra að nota gaffalinn.  En aðalatriðið var að ég náði öllum jarðaberjunum.

Góóður kokteill
Ég ákvað nú líka að vera smá sæt og lét blóm í hárið á mér og var með bleikan varalit.


Þangað til næst...










Wednesday, February 5, 2014

Matarkyns...


Eitt kvöldið greip mig alveg svakaleg "mönsís", ég bara varð að fá eitthvað sætt og gott á bragðið og helst óhollt.  En þar sem að ég er nú að reyna að láta ekki allt eftir mér varðandi mat þá ákvað ég að búa til eitthvað sem væri hollt og gott í staðinn (og ódýrara).  

Núna er ég búin að gera þetta tvisar og í seinna skiptið heppnaðist þetta miklu betur. Þá reyndar leyfði ég fjórum suðusúkkulaðibitum að fljóta með, en ég er nú bara mannleg. 

Ég tók 2 epli og skar í tvennt og hreinsaði kjarnann úr þannig að lítil hola myndast í miðjunni. Næst tók ég möffinsform og lét hafra í botninn. 


 Því næst er látið einn suðusúkkulaðibita ofan í holuna.

.
 Velt upp úr kókós, eftir á að hugsa væri sniðugra að velta fyrst uppúr kókósi og svo láta súkkulaðið. 


Næst er þeim komið ofan í möffinsformið og stráð kanil yfir og aðeins meiri kókós, svo inn í ofn.  Beðið í svona 10 mínutur eða þangað til kókosinn er byrjaður að brúnast aðeins.


 Líta svo girnilega út, og var mjög bragðgott. 


Ég allavega losaði mig við svona klukkutíma af hugsunum um súkkulaði og nammi með þessu.