Tuesday, January 28, 2014

Af burstum og burstahreinsun

Ég ákvað að kíkja í MAC í Kringlunni um daginn, því ég á svo mikinn pening sjáið til verandi námsmaður og svoleiðis.. En allavega það sem greip athygli mína voru nýju burstarnir sem líta út eins og nokkurskonar tannburstar.  Ég hafði lesið um þá á trendnet.is, eða hér.  En þeir líta svona út

 

Ég ákvað að kaupa mér þennan stóra því að ég hef verið óánægð með minn því mér finnst hann drekka meikið mitt.  Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum hann gerir mjög fallega áferð, því hann er rosalega þéttur, og maður þarf mjög lítið af meiki til að hylja allt andlitið og niður á háls. Mig langar líka í hina tvo en það verður að bíða betri tíma. 


En af burstahreinsun.  Ég ákvað að hreinsa burstana mína því ég hef ekki gert það hingað til heldur bara beðið þangað til að þeir voru orðnir hálf ljótir og bara ónýtir og þá keypti ég mér nýja.  Ég hef samt oft lesið að það sé nauðsynlegt að þrífa þá og ég skil það núna.  Mér brá hvað það var mikið sem kom úr þeim sérstaklega gamla meikburstanum mínum.  Ég notaði burstahreinsi sem ég keypti mér í Make Up Store, hann er rosalega einfaldur í notkun og hreinsar vel. Þetta var þvottapokinn sem ég notaði til að nudda í, mér finnst samt þessi mynd ekki sýna hvað þetta var mikið.

 

 Annars er ekkert á dagskrá nema skóli og svo er RISAvísó á föstudaginn, er megaspennt fyrir því.


Saturday, January 25, 2014

Undanfarin vika.


Þetta er nú búin að vera frekar tíðindalaus vika, þar sem ég er búin að liggja í veikindum og almennum leiðindum.  En seinustu helgi var vísó í Kauphöllina sem var rosalega skemmtileg ég ákvað að nýta tækifærið og nota augnskuggana sem ég hafði keypt mér og fór með fjólublátt smokey.


Fannst þetta nú bara takast ágætlega.  En meira var nú ekki gert þessa helgi nema læra og hafa það almennt kósý.  

Vikan stóð saman af því að liggja upp í sófa og horfa á þætti og reyna að læra inná milli.   

En þessa helgi hittum við kærustuparið annað kærustupar (hehe) og elduðum pizzu heima, strákarnir helduðu venjulega pizzu en við stelpurnar ákváðum að prufa að skella í blómkálspizzu, sem var líka svona rosalega gott.  Ásamt því ákvað ég að baka "cupcakes" sem heita red velvet og eru rauðar á litinn.  Þær slógu rækilega í gegn. Reyndar ætlaði ég upphaflega að hafa bæði súkkulaðikrem og hvítt súkkulaðikrem en þetta hvíta krem misheppnaðist örlítið þannig að það fór bara rétt á toppinn á kökunum.  Ætla klárlega að baka svona aftur.


Sunday, January 19, 2014

Þættirnir mínir

Ég á mér þónokkra þætti sem ég hlakka alltaf pínu til að horfa á í hverri einustu viku. Oftar en ekki nota ég þá sem "gulrót", s.s. segi við sjálfan mig ef ég klára þessi heimadæmi get ég farið heim og horft á einn þátt. Ég ákvað að deila þeim með ykkur ef einhverjum vantar eitthvað nýtt til að horfa á.  

Pretty little liars


Ég hef ágætlega gaman af þessum þáttum en ég hef enn meira gaman af því að fylgjast með í hvernig fötum þær eru og hvernig þær eru farðaðar.


Nashville


Klassa "kántrí" drama.  Ég veit ekki hversu margir myndu fíla þessa þætti en ég elska þá.  Þó stundum finnst mér dramað ganga einum of langt, þá hef ég einstaklega gaman að söngatriðunum.

Hart of dixie


Þessir þættir finnst mér rosa skemmtilegir.  Mjög metnaðarfullur læknir neyðist til að flytja í lítinn, vinalegan bæ og lærir þar mannleg samskipti.  Margir skemmtilegir karakterar, mjög mikið drama og stundum kjánahrollur.


New Girl


Held að flestir þekki þessa þætti og Jess er klárlega krúttlegasta kona sem búin hefur verið til í þáttum, hingað til.

How I Met Your Mother


Ég er örugglega ein af fáum sem fylgist ennþá með þessum þáttum. Þó að þeim hafi farið mikið aftur þá er ég mjög forvitin manneskja sem verður að fá að vita hvernig þetta endar allt saman.


Criminal Minds


Hef fylgst með þessum þáttum frá byrjun held ég, mjög spennandi yfirleitt. 




The Big Bang Theory 


Finnst þessir eiginlega alltaf jafn skemmtilegir og ekki skemmir fyrir að ef maður kannast við jöfnurnar þegar Sheldon er að reikna eða skilur stærðfræðibrandara, líður svo gáfuð þá. 



Sherlock Holmes


Sherlock Holmes settur í nútímabúning og veldur ekki vonbrigðum. Ég er tiltölulega nýbyrjuð að horfa á þessa þætti.  Það eru bara þrír í hverri seríu og þeir eru u.þ.b. klukkutíma langir.  Mæli ekki með að festast í þessu þegar maður þarf að læra, ég tala af reynslu.



Þetta eru nú aðeins fleiri þættir en ég gerði mér grein fyrir.  Ég er rosalega vanaföst þannig að það gerist mjög sjaldan að ég hætti að horfa á þætti ef ég byrja að horfa á þá, svona eins og How I met your mother.  En ég vona að einhverjir hafi kannski fundið nýja þætti til að horfa á.

Saturday, January 11, 2014

Fyrsta vikan

Jæja, önnur skólavikan að hefjast og þá hlýtur maður að detta í gang.  Fyrsta vikan er búin að fara í mikla afneitun um að jólafríið sé í raun búið og ég þurfi að byrja að læra aftur.  
En þetta er búið að vera mjög annasöm vika hjá okkur kærustuparinu.  Við ákváðum að gefa skít í gamla sófaborðið okkar þar sem að djúpstætt hatur hafði myndast hjá okkur báðum gagnvart því.  Því var ákveðið að skella sér í Ikea og kíkja á úrvalið. En eftir tvær Ikea ferðir og umræður gengum við loksins út með borð og fleira.


Yfirleitt er ég ekki hrifin af dökkum við og finnst pirrandi hvað það kemur mikið ryk á það.  En ég ákvað að slá til eftir mikla hvatingu frá betri helmingum, og við keyptum ljósa mottu undir til að vega á móti og þetta kemur bara mjög vel út.  Ég á eftir að ákveða hvað á að vera á borðinu og skipuleggja þetta betur svo skelli ég kannski mynd af herlegheitunum.

Ég er líka búin að vera rosalega dugleg að kíkja á útsölur og datt á þessa glæsilegu Vagabond skó hjá Kaupfélaginu í Kringlunni, rosalega varð ég hamingjusöm þegar ég sá að þeir voru á 40% afslætti.  Mig hefur dreymt um að eiga svona skó lengi og þegar þeir voru á svona góðum afslætti að ég gat ekki sagt nei.


Einnig kom ég við í Make Up Store, sem er ein uppáhalds snyrtivörubúðin mín, góð þjónusta og góðar vörur.  Ég splæsti mér í 4 augnskugga,maskara og naglalakk.  Þessi blái og rauðfjólublái voru á 500 kr, það er nú gjöf en ekki gjald, hinir tveir voru á kringum 2500 kr.  Ég ákvað að kaupa mér skæra liti því að ég er komin hálfgert leið á jarðlitunum sem ég er alltaf með þegar ég fer eitthvað fínt út. 




Núna er ég búin að liggja á youtube til að læra að nota þessa liti,  t.d. smokey með lit.  Á föstudagskvöldið ákvað ég að gera heiðarlega tilraun til þess að gera blátt smokey og fannst það bara takast ágætlega þó ég segi sjálf frá ,en auðvitað steingleymdi ég að taka mynd af því.  





Tuesday, January 7, 2014

Reykjavík aftur.

Þá er maður komin aftur í Reykjavíkina eftir mjöög gott jólafrí sem samanstóð af alltof mikilli leti og of miklum góðum mat.  Lenti reyndar í því að vera veik á aðfangadag þannig að ég gat ekkert borðað og sat því þess vegna og horfði á hina í fjölskyldunni borða. En mamma dó ekki ráðalaus og hafði "seinni jól" þar sem að það var nákæmlega sami matur og allt. Það gerði mig mjög hamingjusama.

Svo girnilegt

Ég fór á tvö böll, hitti vinkonurnar og borðaði svo ennþá meira, jólagjafirnar hver öðrum betri.  Ég hafði það svo náðugt að ég vildi varla fara aftur heim (til Reykjavíkur þá).  

En nú er ég komin aftur og það er nú frekar gott að kúra í sófanum mínum og horfa á mynd.