Friday, July 4, 2014

Langt síðan síðast

Það er sko langt síðan seinast.  Er að detta aftur í rútínu eftir að hafa komið mér fyrir heima á Egilsstöðum, taka restina af prófunum og byrja í nýrri vinnu.

Það sem á daga mína hefur drifið eru útskriftir í maí, ein á Egilsstöðum og ein í Reykjavík, góður matur og frábær félagsskapur.  Það er svo gott að hitta allar vinkonurnar hér fyrir austan eftir að hafa verið í Reykjavík allann veturinn.



Fékk mér einn svona kokteil í Reykjavík, hann heitir Strawberry Delight og fæst á Kaffi Paris.  Þetta er eins og að drekka jarðarberjanammi hann er svo góður.  Gæti reyndar trúað því að sumum myndi finnast hann of sætur en ekki sykursjúklingurinn ég, hann rann ljúflega niður. 



Fengum loksins ástæðu til að vera með svörtu húfurnar okkar saman.  Eina góða myndin sem ég náði af okkur þennan dag. En mér finnst svo gaman að láta upp þessa húfu á útskriftum. 



Vinstri myndin er þessi ótrúlega flotti Múmínálfa-pottur sem vinkona mín fékk í útskriftargjöf.  Ég elska hann! Við gerðum líka rosalega gott döðlugott, tók reyndar ekki mynd af því en uppskriftina má finna hér.



Seinasta myndin er af honum Snata krútt.  Þetta er annar af hundunum í sveitinni, það var svo rosalega gott veður í byrjun sumar að maður hefði getað búið út á palli, en ekki lengur það er bara hellidemba og algjört inni kósý veður. 
En þangað til næst... 

















No comments:

Post a Comment