Friday, October 17, 2014

Öðruvísi hverdagsleiki

Eftir vinnu í sumar og svo Boston-ferð, sem var geggjuð, er maður loksins komin í hina venjulegu skóli, læra, borða, sofa rútínuna.  Er að reyna að bæta ræktinni í þessa rútínu og það endaði ekki betur en svo að ég svaf yfir mig í spinning og endaði þar með í "skammarkróknum" í Worldclass... Fékk tölvupóst um það og allt. Hef ekki þorað að skrá mig í tíma klukkan 6 síðan. 

En af innkaupum í Boston ferðinni.  Ég nældi mér í nokkra vel valda hluti þar, meðal annars þennan gullfallega Marc Jacobs varalit. Hann heitir Pretty Little og er gordjöss! Ég hef alltaf fílað dökka varaliti meira heldur en ljósa.  Aðallega því ég er svo hvít að ég verð ennþá hvítari ef ég er með litlausa varaliti. 


Hér er dýrðin.  Mér finnst hann svo flottur.  Hann er þekjandi en samt ekki svona mattur, það kemur meira svona mött glossáferð af honum sem ég þarf að venjast því ég hef eiginlega alltaf matta varaliti.  



Ég ákvað að hressa upp á hversdagsleikann þar sem hann hafði einkennst af kvefi og almennum slappleika, þið sjáið snýtirúlluna mína í bakrunni þarna, með því að kaupa mér bleikar bónusrósir. Þær hafa endst alveg ótrúlega lengi, svona miðað við að vera keyptar í andyrinu í Bónus.  En annars er nú ekkert að gerast annað en kennurum finnst ofboðslega gaman að hafa próf sem maður þarf nú að læra fyrir.  




No comments:

Post a Comment