Saturday, March 7, 2015

Burstahreinsun vol.2

Ég hef breytt burstahreinsuninni minni aðeins síðan ég skrifaði um það seinast.  Ég keypti sótthreinsandi sápu í Sephora þegar ég fór til Boston seinasta haust og reyni núna að nota hana vikulega til að hreinsa burstana mína (reyni, geri það ekki alltaf).  Ef ég er samt að nota mjög dökka liti eða mikið glimmer og þarf að nota burstann fljótlega aftur þá dýfi ég honum bara í Make Up Store burstahreinsinn sem virkar líka fínt, en mér finnst Sephora-sápan miklu betri til að ná fram betri hreinsun. 

Þetta er sápan sem ég nota. 

Fyrst þegar ég byrjaði að nota þessa sápu þá lét ég bara smá doppu í lófann á mér og snéri burstanum í nokkra hringi og skolaði svo.  Það virkar alveg en mér fannst ég ekki ná nógu miklu úr burstanum án þess að láta meiri sápu og var lengi að nudda í lófann á mér. Þá fékk ég rúsínuputta og lófinn á mér varð svona asnalega mjúkur e-n veginn, veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta var ekki gott mjúkt.  Mamma keypti handa mér svona ofnhansa í Ikea um daginn þegar fjölskyldan kom í heimsókn úr þykku gúmmíi og með rákum í.  
Mér datt í hug að nota hann til að þrífa burstana eftir að ég sá auglýsingu frá Sigma um svona hanska til að þrífa burstana, sjá hér. Kannski ekki mjög geðslegt að nota ofnhanska en ég er nýbúin að fá hann og ég þreif hann vel áður en ég prufaði þetta.
 Vá! það virkaði svo vel. Rákirnar í honum ná eiginlega öllum óhreinindum úr og mjög stuttum tíma.  Ég geri nákvæmlega eins og þegar ég þríf burstana í lófanum nema núna er ég með ofnhanska. Ég hugsa að ég geri mér ferð í Ikea til að kaupa annan svona hanska bara til að nota fyrir burstahreinsanir. 
  

Þegar ég er svo búin að skola sápuna úr burstanum nota ég gamalt handklæði til að þurrka þá aðeins og svo legg ég þá á borð og læt hárin standa út fyrir borðbrúnina.  Þetta tekur ekkert langan tíma og það er miklu skemmtilegra að nota burstana þegar þeir eru svona hreinir. 


Sjáið hér hvað hvítu hárin á Real Techniques eru orðin hvít aftur, það var liðin mjög langur tími síðan ég þreif þá seinast.  Mjög gott líka að vera ekki í hvítum bol þegar maður þrífur burstana sína... það skvettist smá á mann. 

No comments:

Post a Comment