Wednesday, March 4, 2015

Grænmetissúpan góða

Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds grænmetissúpunni minni, sem ég geri svona einu sinni í viku.  Hún er búin til úr öllu grænmetinu í ísskápnum, sem hefur gleymst að nota og þess vegna er mjög mismunandi hvað ég set í hana.  En það eru nokkur nauðsynjarefni sem ég verð að eiga til að geta búið hana til.  Það er:

- Grænmetisteningar
-Saxaðir tómatar í dós (ég kaupi alltaf kryddaða)
-Chilli

Svo er rest bara það sem er til í ísskápnum að hverju sinni.  Í þessari súpu er:

- 1 rauð paprika
- 1 sæt kartafla
- 1 blómkálshaus
- 1 rauður laukur
- 5 gulrætur

Byrjum á því að saxa allt sem við ætlum að steikja.  Hér yrði það paprikan, laukurinn, chillí-ið og gulræturnar



Þetta eru tómatarnir sem ég notaði núna. 


Svo þegar búið er að steikja slumpa ég svona 1,5 lítra af vatni og set ofan í.  Því næst læt ég 2 grænmetisteninga, og tómatana.  Læt þetta malla í svona 10-15 mín og bæti svo sætu kartöflunni við, skorin í teninga, læt það sjóða í svona 20 mín og þegar það eru um 5 mín eftir set ég blómkálið því það er svo fljótt að sjóða. Finnst líka rosalega gott að bæta við kínóa, ef ég á það til.  




No comments:

Post a Comment